Anna Guðrún Halldórsdóttir setti fjögur heimsmet og tryggði sér heimsmeistaratitilinn í ólympískum lyftingum í 55 kg flokki 55-59 ára kvenna á Masters World-mótinu í Rovaniemi í Finnlandi um helgina

Anna Guðrún Halldórsdóttir setti fjögur heimsmet og tryggði sér heimsmeistaratitilinn í ólympískum lyftingum í 55 kg flokki 55-59 ára kvenna á Masters World-mótinu í Rovaniemi í Finnlandi um helgina. Anna snaraði 61 kg og lyfti 79 kg í jafnhöttun en samanlagður árangur úr annarri lyftu í bæði snörun og jafnhöttun var einnig heimsmet. Helga Hlín Hákonardóttir keppti einnig á mótinu og fékk silfur í flokki 50-54 ára.

Íslendingaliðin Fiorentina frá Ítalíu og Wolfsburg frá Þýskalandi mætast í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta en dregið var til hennar í gær. Alexandra Jóhannsdóttir leikur með Fiorentina og Sveindís Jane Jónsdóttir með Wolfsburg. Sigurliðið í einvíginu kemst í riðlakeppnina í vetur en leikið er 18.-26. september.

Twente

...