Írska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, mátti sætta sig við vont tap á heimavelli, 0:2, gegn Grikklandi í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildar Evrópu í Dyflinni í gærkvöldi. Heimir hefur nú stýrt Írum í tveimur leikjum og…
Erfitt Byrjun Heimis Hallgrímssonar sem þjálfara Írlands hefur ekki verið sú ákjósanlegasta. Fyrstu tveir leikirnir hafa tapast 0:2.
Erfitt Byrjun Heimis Hallgrímssonar sem þjálfara Írlands hefur ekki verið sú ákjósanlegasta. Fyrstu tveir leikirnir hafa tapast 0:2. — AFP/Paul Faith

Írska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, mátti sætta sig við vont tap á heimavelli, 0:2, gegn Grikklandi í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildar Evrópu í Dyflinni í gærkvöldi.

Heimir hefur nú stýrt Írum í tveimur leikjum og báðir hafa þeir tapast á heimavelli án þess að liðið hafi náð að skora mark. Um helgina tapaði liðið 0:2 fyrir Englandi.

Grikkland er eftir sigurinn á toppnum með fullt hús stiga líkt og England sæti neðar. Írland og Finnland eru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Fotis Ioannidis og Christos Tzolis skoruðu mörk Grikkja í síðari hálfleik.

Í hinum leik riðilsins skoraði Harry Kane tvívegis í 2:0-sigri á Finnlandi á Wembley í Lundúnum.

...