Gert er ráð fyrir 41 milljarðs króna halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Munar þar 15 milljörðum til hins verra miðað við það sem lagt var upp með með í fjármálaáætluninni sem var samþykkt í vor

Birta Hannesdóttir

Ómar Friðriksson

Gert er ráð fyrir 41 milljarðs króna halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Munar þar 15 milljörðum til hins verra miðað við það sem lagt var upp með með í fjármálaáætluninni sem var samþykkt í vor.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði við kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær að helsta áskorun stjórnvalda væri að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það kvaðst ráðherrann myndu gera með því að ráðast í 29 milljarða króna aðhaldsaðgerðir.

Sagði hann allt vera á réttri leið til að ná niður verðbólgunni: „Eftir þenslutímabil þá sjáum við til lands í baráttunni við verðbólgu. Þess vegna segjum við að þetta er allt að koma. Þetta frumvarp styður við að ná þessari aðlögun hagkerfisins án þess að það hafi neikvæð áhrif

...