Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir jafnöldrum sínum frá Wales, 1:2, þegar liðin mættust í I-riðli undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli í gær. Ísland náði því ekki að fylgja eftir fræknum sigri á Danmörku, 4:2, í riðlinum á föstudag
Tap Hlynur Freyr Karlsson með boltann í leiknum á Víkingsvelli í gær. Joel Cotterill, sem skoraði bæði mörk Wales, bíður átekta.
Tap Hlynur Freyr Karlsson með boltann í leiknum á Víkingsvelli í gær. Joel Cotterill, sem skoraði bæði mörk Wales, bíður átekta. — Morgunblaðið/Eyþór

U21-árs liðið

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir jafnöldrum sínum frá Wales, 1:2, þegar liðin mættust í I-riðli undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli í gær.

Ísland náði því ekki að fylgja eftir fræknum sigri á Danmörku, 4:2, í riðlinum á föstudag. Íslenska liðið tapaði einnig fyrir Wales í fyrri leik liðanna í riðlinum ytra, 1:0, og tvö af þremur töpum Íslands í riðlinum hafa því komið gegn þeim velsku.

Wales styrkti með sigrinum stöðu sína í öðru sæti I-riðils þar sem liðið er með 14 stig líkt og Danmörk í toppsætinu. Danir lögðu Tékka auðveldlega að velli, 5:0, í gær.

Ísland er áfram í þriðja sæti með níu stig og er ekki

...