„Ég var að fara á mína elleftu Ólympíuleika og er á mínum fyrstu Paralympics. Það sem þetta skilur eftir hérna er þessi gífurlegi áhorfendafjöldi á Paralympics, ég hélt að þetta væri ekki svona stórt,“ segir Vésteinn Hafsteinsson,…
París Vésteinn Hafsteinsson vill stórauka þátttöku fatlaðra barna í íþróttum og telur aðkomu hefðbundinna íþróttafélaga leika þar lykilhlutverk.
París Vésteinn Hafsteinsson vill stórauka þátttöku fatlaðra barna í íþróttum og telur aðkomu hefðbundinna íþróttafélaga leika þar lykilhlutverk. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Paralympics

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Ég var að fara á mína elleftu Ólympíuleika og er á mínum fyrstu Paralympics. Það sem þetta skilur eftir hérna er þessi gífurlegi áhorfendafjöldi á Paralympics, ég hélt að þetta væri ekki svona stórt,“ segir Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ, er Morgunblaðið ræddi við hann í ólympíuþorpinu í París.

Þar var Vésteinn líkt og hann bendir sjálfur á staddur á sínum fyrstu Paralympics-leikum eftir að hafa áður farið á fjölda Ólympíuleika sem keppandi og afreksþjálfari.

„Ég er stórhrifinn af því hvað það hafa verið margir áhorfendur. Síðan er eitt sem ég vil að þeir sem eru ekki fatlaðir og voru að keppa á Ólympíuleikunum taki sér

...