Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn í fyrirlestrasal Eddu á morgun, fimmtudag. Boðið er upp á morgunhressingu frá kl. 8 en dagskrá ársfundar hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10. Skráning fer fram á vefnum arnastofnun.is. „Í Eddu hefur orðið til nýr og öflugur vettvangur fyrir rannsóknir, kennslu, miðlun og nýsköpun í íslensku, íslensku sem öðru máli og íslenskum bókmenntum. Nýtt hús býður upp á marga nýja samstarfsmöguleika og munu nokkur erindi á dagskránni vitna um það. Einnig verður fjallað um nýjar rannsóknaraðferðir, gervigreind, nýsköpun í miðlun og útgáfu og hönnun nýrrar sýningar,“ segir í tilkynningu.