Boðað er aðhald og hóflegur raunvöxtur útgjalda í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aðgerðir sem lofað var í tengslum við gerð kjarasamninga eru fyrirferðarmiklar í frumvarpinu. Hefur m.a. verið ákveðið að krónutölugjöld hækki um 2,5% um áramót þrátt fyrir að verðbólga sé áætluð 5,2% á yfirstandandi ári. Ná þau til áfengis-, tóbaks- og bifreiðagjalds, gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra og útvarpsgjalds.

Fjárheimildir til fjárfestinga og fjármagnstilfærslna hækka um 9,7 milljarða á næsta ári og útgjöld til heilbrigðismála um 10,4 milljarða. Eign ríkisins í viðskiptabönkum á að færa ríkissjóði 16,9 milljarða kr. arðgreiðslu og fjármagnstekjuskattur á að skila 67,5 milljörðum í ríkissjóð.