”  Það er alltaf erfitt að byrja á einhverju nýju og mörg fyrirtæki virðast upplifa ákveðinn ómöguleika við innleiðingu málaflokksins.

Atvinnulíf

Aðalheiður Snæbjarnardóttir

Forstöðumaður sjálfbærni í Landsbankanum

Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns. Þótt ákvarðanir og hegðun einstaklinga skipti miklu máli dugar það ekki til. Til að viðunandi árangur náist þurfa fyrirtæki að skilgreina hvar þeirra rekstur hefur mest áhrif til hins betra og hins verra og vinna svo að því að hámarka góðu áhrifin og lágmarka þau slæmu.

Líkt og dr. Halldór Björnsson, einn helsti

...