Minjastofnun Íslands lýsir mikilli óánægju með áform um stækkun landfyllingar í Klettagörðum og breytingar á svokölluðu Klettasvæði. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að um eitt hundrað athugasemdir bárust í skipulagsgátt vegna tillögu um breytingu á deiliskipulagi svæðisins
Landfylling Ráðgert er að ný landfylling verði gerð við hlið þeirrar fyrri í Klettagörðum. Þessi áform hafa valdið úlfúð meðal íbúa í nágrenninu.
Landfylling Ráðgert er að ný landfylling verði gerð við hlið þeirrar fyrri í Klettagörðum. Þessi áform hafa valdið úlfúð meðal íbúa í nágrenninu. — Morgunblaðið/Eggert

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Minjastofnun Íslands lýsir mikilli óánægju með áform um stækkun landfyllingar í Klettagörðum og breytingar á svokölluðu Klettasvæði.

Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að um eitt hundrað athugasemdir bárust í skipulagsgátt vegna tillögu um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Breytingin felur í sér að deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðvesturs þannig að það nái yfir lóð Veitna við Klettagarða 14 og yfir stækkun á

...