„Ég gerði grindina að þessu verki fyrir lokaverkefni mitt á sviðshöfundabraut í Listaháskólanum árið 2021 og ég sendi verkið til Þjóðleikhússins um sumarið, þegar kallað var eftir verkum skrifuðum af konum
Taktu flugið, beibí! Kolbrún, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Ernesto Camilo í hlutverkum sínum.
Taktu flugið, beibí! Kolbrún, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Ernesto Camilo í hlutverkum sínum. — Ljósmyndari/Jorri

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Ég gerði grindina að þessu verki fyrir lokaverkefni mitt á sviðshöfundabraut í Listaháskólanum árið 2021 og ég sendi verkið til Þjóðleikhússins um sumarið, þegar kallað var eftir verkum skrifuðum af konum. Ekki náði það flugi þá, en handritið var tekið upp aftur í kjölfar þess að haldið var málþing ári seinna vegna verks sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu, en upp kom gagnrýni á birtingarmyndir fatlaðs fólks í sviðslistum í því verki,“ segir Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, höfundur leikritsins Taktu flugið, beibí! sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu á morgun, fimmtudag.

Leikritið er byggt á persónulegri reynslu og lífshlaupi Kolbrúnar, sem tekur þátt í sýningunni. Hún hefur lokið námi af sviðshöfundabraut LHÍ og meistaranámi í ritlist við HÍ,

...