Fjölskyldan Frá vinstri: Helga, Sigríður, Valgerður, Ásgeir, Daníel og Bjarki.
Fjölskyldan Frá vinstri: Helga, Sigríður, Valgerður, Ásgeir, Daníel og Bjarki.

Ásgeir Guðmundur Daníelsson fæddist 11. september 1949 á Siglufirði. „Fyrstu árin vorum við á Seltjarnarnesi á veturna vegna þess að pabbi var í Háskólanum en á Siglufirði á sumrin hjá Pálínu ömmu. Það voru margir krakkar í Lækjargötunni og mikið að gerast þegar bærinn fylltist af fólki sem veiddi og saltaði síld. Það var farið niður á bryggju og veitt í gegnum göt á timburgólfi. Í sjónum voru þéttar torfur, aðallega ufsi. Fiskarnir voru svo þétt saman að við húkkuðum þá með pilk sem á voru tveir önglar. Á Seltjarnarnesi var lífið rólegra. Við bjuggum í húsi sem hét Kolbeinsstaðir, fjölbýlishús á einni hæð með 5-6 íbúðum sem nú er horfið. Þar í kring voru skurðir sem fylltust af vatni sem varð að fínasta skautasvelli á veturna.“

Skólaganga Ásgeirs hófst í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. „Þar var ég fram að jólum þegar flutt var í Blönduhlíðina og ég gekk í Eskihlíðarskóla.

...