Hart tekist á

Það varð uppi fótur og fit þegar „öfgahægrimenn“ þóttu gera það gott í tvennum kosningum í austurhluta Þýskalands, svo ekki sé meira sagt, og þykja raunar eiga bærilega góða von um áframhaldandi árangur í hinum þriðju.

Fréttamenn hér og víðar komu því á framfæri að þetta, eða annað þvílíkt, hefði ekki gerst frá því „hægri flokkur“ Adolfs Hitlers náði völdum í Þýskalandi forðum tíð. Þarna er langt til seilst. Ómennið Adolf hafði vissulega flokk á valdi sínu sem umgekkst fólk eins og fyrirbæri sem hafa sáralitla eða enga lýðræðislega tengingu nema örskamma hríð, þótt sá flokkur þættist vera og heita „Þjóðlegi sósíalista- og verkamannaflokkur Þýskalands“ og berðist gegn einstaklingsfrelsi, kapítalisma og kristnum gildum, svo fátt eitt sé nefnt.

Flokkar þeirra Leníns og Stalíns gátu kallað sig það sem

...