Aðgerðir ætlaðar til að styðja við ungt fólk sem kveðið er á um í fjárlagafrumvarpi næsta árs og eru hluti af loforðum stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninganna, hljóða upp á 14 milljarða kr. viðbótarframlög. Greiðslur barnabóta verða alls 21 milljarður og hækka um 5 milljarða. Eiga 67 þúsund foreldrar að njóta þeirra.

Hækkun húsnæðisbóta verður 2,5 milljarðar, hækkun hámarksgreiðslna í fæðingarorlofi er 2,5 milljarðar og gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru áætlaðar 3,8 milljarðar.