Meirihlutinn í borgarstjórn hefur um langt árabil torveldað og þrengt að umferð í Reykjavík. Róttækra aðgerða er þörf til að bæta ástandið.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Síðastliðin 10 ár hefur nánast ekkert verið gert til að liðka fyrir umferðarmálum í Reykjavík. Þvert á móti hefur meirihlutinn í borgarstjórn undir forystu Samfylkingarinnar staðið fyrir aðgerðum í umferðarmálum sem hafa um langt árabil torveldað og þrengt að umferð í Reykjavík. Róttækra aðgerða er þörf til að bæta ástandið í umferðarmálum borgarinnar. Í þeim tilgangi hyggst meirihlutinn bregða á það ráð að kynna borgarlínuhugmyndir að nýju. Slíkar yfirlýsingar af hálfu meirihlutans eru ómarktækar. Þeim er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að láta íbúa í Reykjavík halda að nú eigi að fara í framkvæmdir til að bæta þunglamalegt umferðarkerfi borgarinnar. Fátt ef nokkuð virðist benda til þess að það verði gert.

Ótrúverðugur meirihluti

Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sýnt og sannað á

...