Sú var tíð að mér þótti viskí ekkert sérstaklega góður drykkur. Þá sjaldan sem ég fékk mér viskídreitil að smakka fannst mér bragðið of rammt og fátt ánægjulegt við upplifunina. Það kviknaði loks á perunni þegar ég uppgötvaði að það má para viskí…
Uigeadail er kjötmikill og skemmtilegur villingur
Uigeadail er kjötmikill og skemmtilegur villingur

Hið ljúfa líf

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Sú var tíð að mér þótti viskí ekkert sérstaklega góður drykkur. Þá sjaldan sem ég fékk mér viskídreitil að smakka fannst mér bragðið of rammt og fátt ánægjulegt við upplifunina.

Það kviknaði loks á perunni þegar ég uppgötvaði að það má para viskí saman við mat en líkt og hefur margoft komið fram í eldri pistlum finnst mér t.d. fátt jafnast á við að skola góðum grillborgara niður með nokkrum sopum af bragðmiklu viskíi.

Smám saman þroskaðist smekkurinn og þróaðist: fyrst hallaðist ég einkum að mildu og auðdrekkanlegu japönsku viskíi en svo fór mér að þykja meira spunnið í kröftugt og reykmikið viskí sem örvar hverja taug í tungu og nefi. Vona ég bara að þessi þroskasaga vari sem

...