Harpa Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri netvangsins Hoobla.
Harpa Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri netvangsins Hoobla. — Morgunblaðið/Hallur Már

Harpa Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla, er gestur Dagmála í dag. Hoobla er netvangur (e. platform) á Íslandi fyrir sérfræðinga sem leita að verkefnum í nærumhverfi, hvort heldur er tímabundnum verkefnum eða stöðum með lágu starfshlutfalli. Hoobla styður þannig við og hjálpar sérfræðingum að finna verkefni og fyrirtækjum og stofnunum að fá réttu sérfræðingana til að hámarka árangur.

Í dag eru um 600 sérfræðingar, stjórnendur og ráðgjafar í samstarfi við Hoobla, og 200 enn á biðlista. Harpa segir ástæður þess að svo margir séu á biðlista meðal annars að vel sé staðið að vali á sérfræðingum inn á netvanginn, þeir þurfi að fara í gegnum viðtöl og uppfylla þær kröfur sem Hoobla setur. Stundum þurfi að hafna fólki og eins hafi komið fyrir að Hoobla hafi þurft að slíta samstarfi við sérfræðinga.

„Það getur bæði verið út af

...