U21-árs landslið Íslands í knattspyrnu karla mátti sætta sig við tap, 1:2, fyrir Wales í I-riðli undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli í gær. Tapið þýðir að Ísland er fimm stigum á eftir Danmörku og Wales í efstu tveimur sætum riðilsins en hefur þó leikið einum leik færri. Efsta sætið gefur beint sæti á EM og annað sætið er umspilssæti. Tvö af þremur töpum Íslands í riðlinum hafa komið gegn Wales. Einstaklingsmistök reyndust íslenska liðinu dýrkeypt í gær. » 22