Magnús Örn Guðmundsson, stjórnarmaður Strætós
Magnús Örn Guðmundsson, stjórnarmaður Strætós

Í framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans er uppsöfnuð fjárþörf fram til 2034 allt að 43,5 milljarðar króna, að því gefnu að áætlanir standist allar. Gert er ráð fyrir lánsheimild til Betri samgangna sem verður með ríkisábyrgð til að brúa þetta bil. Sáttmálinn sem er til 2040 er aðeins formlega fjármagnaður til ársins 2029 með láni upp á 22,3 milljarða króna. Lánið er komið í 30 milljarða króna strax 2030 en um er að ræða kúlulán þar sem það má ekki hafa áhrif á framkvæmdaféð, eins og kemur fram í gögnum.

Fjármögnunarendi sáttmálans hefur ekki verið undirbúinn nógu vel, að mati Magnúsar Arnar Guðmundssonar, formanns bæjarráðs Seltjarnarnesbæjar og stjórnarmanns í Strætó.

Í skýrslu sem Vegagerðin gaf út í júní 2023 komu fram fjöldamargir þættir sem vantaði inn í áætlunina. Úr því hefur verið bætt að hluta. Þó má gera ráð fyrir að kostnaður við

...