Bandaríski leikarinn James Earl Jones er látinn 93 ára að aldri. Frá þessu greinir AFP. Jones er þekktastur fyrir að hafa léð illmenninu Darth Vader í Stjörnustríðsmyndunum rödd sína, en á löngum og farsælum ferli lék hann m.a
James Earl Jones
James Earl Jones

Bandaríski leikarinn James Earl Jones er látinn 93 ára að aldri. Frá þessu greinir AFP. Jones er þekktastur fyrir að hafa léð illmenninu Darth Vader í Stjörnustríðsmyndunum rödd sína, en á löngum og farsælum ferli lék hann m.a. í Field of Dreams, Coming to America og talaði fyrir Mufasa í teiknimyndinni The Lion King. Hann vann til þrennra Tony-verðlauna, tvennra Emmy-verðlauna og hlaut ein Grammy-verðlaun auk þess að fá Óskarsverðlaun fyrir æviframlag sitt til kvikmynda. Árið 1971 varð hann annar þeldökki karlkynsleikarinn á eftir Sidney Poitier til að hljóta Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Sem barn stamaði Jones með þeim afleiðingum að bekkjarfélagar hans stríddu honum óspart, en móðurmálskennari hjálpaði honum að yfirvinna stamið sem gerði honum kleift að nýta röddina sem vinnutæki. Seinni eiginkona Jones,

...