Ísraelsher greindi frá því í gær að hann teldi miklar líkur á að aðgerðasinninn Aysenur Ezgi Eygi hefði dáið í kjölfar skothríðar frá ísraelskum hermönnum, en Eygi var skotin á föstudaginn við mótmæli á Vesturbakkanum. Sagði herinn í yfirlýsingu sinni að skothríðin hefði ekki beinst að Eygi, heldur að öðrum einstaklingi sem hefði verið að æsa til ofbeldis á mótmælunum.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, sagði í gær að hann myndi þrýsta á stjórnvöld í Ísrael að gera „grundvallarbreytingu“ á því hvernig tekið væri á mótmælum, og að rannsókn sýndi að drápið á Eygi hefði verið bæði ástæðulaust og óréttlætanlegt. Sagði Blinken að enginn ætti að týna lífi fyrir að sækja mótmæli.

Eygi var með bæði bandarískan og tyrkneskan ríkisborgararétt og sagði Blinken að það væri óásættanlegt að ísraelskar öryggissveitir hefðu nú skotið tvo

...