Umfram allt eigum við að taka upp verkefnið Kveikjum neistann í Reykjavík. Það hefur allt að bera til að koma okkur aftur á rétta braut í þessum málum.
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Helga Þórðardóttir

Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurnir til skóla- og frístundaráðs um hvort verið sé að bíða eftir því hvaða skref ráðherra barnamála taki í lestrarkennslumálum eða hvort borgin hyggist leggja fram sínar hugmyndir um frekari stuðning við lestrarnám barna með það að markmiði að auka lesskilning. Niðurstöður um slakan árangur liggja fyrir og hafa gert lengi. Óttast er að næsta útkoma mælinga verði jafnvel verri. Eitthvað þarf að gera strax.

Fyrir liggur að mennta- og barnamálaráðherra hefur ekki enn kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunarinnar, níu mánuðum eftir að þær voru birtar. Niðurstöður voru sláandi, en 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Í samanburði við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við kemur Ísland

...