Kurt M. Campbell
Kurt M. Campbell

Kurt M. Campbell varautanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur hingað til lands. Mun hann funda með fulltrúum íslenskra stjórnvalda um öryggisástandið á Indlands- og Kyrrahafi. Það er utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem segir frá þessu.

Heimsókn ráðherrans hingað er liður í ferð hans til Belgíu, Bretlands og Litáens. Mun hann m.a. eiga fundi með fulltrúum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og stjórnvalda fyrrgreindra ríkja. Meðal fundarefna eru varnarbandalag Ástralíu, Bretlands og Bandaríkjanna (AUKUS) og áframhaldandi samstarf Bandaríkjanna og Evrópu í öryggis- og varnarmálum. Ferðalag Campbells til Evrópu hófst sl. mánudag og lýkur á föstudag með heimsókn hingað til lands. khj@mbl.is