Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sinn fyrsta leik í riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA síðastliðinn föstudag gegn Svartfjallalandi í 4. riðli B-deildar keppninnar á Laugardalsvelli. Leiknum lauk með nokkuð þægilegum sigri Íslands, 2:0, þar sem …
Endurkoma Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í landsliðið eftir 11 mánaða fjarveru og var í byrjunarliðinu gegn bæði Svartfjallalandi og Tyrklandi.
Endurkoma Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í landsliðið eftir 11 mánaða fjarveru og var í byrjunarliðinu gegn bæði Svartfjallalandi og Tyrklandi. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Þjóðadeildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sinn fyrsta leik í riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA síðastliðinn föstudag gegn Svartfjallalandi í 4. riðli B-deildar keppninnar á Laugardalsvelli.

Leiknum lauk með nokkuð þægilegum sigri Íslands, 2:0, þar sem mörkin komu bæði eftir hornspyrnur sitt í hvorum hálfleiknum. Liðið mætti svo Tyrklandi í Izmir á mánudaginn þar sem Tyrkir fögnuðu nokkuð öruggum sigri, 3:1.

Eftir fyrstu tvær umferðirnar er Ísland í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig. Tyrkland og Wales eru í efstu tveimur sætunum með fjögur stig hvort og Svartfjallaland rekur lestina án stiga.

Næstu tveir leikir íslenska liðsins eru gegn Wales,

...