Hvernig hljómar hamingjan? Svarið gæti leynst í verkinu Rottukórnum. Rottukórinn er innsetning unnin upp úr hljóðheimi og félagslífi rotta. Verkið samanstendur af 14 teikningum, 15 mínútna hljóðverki og skúlptúr og er hluti af röð verka þar sem…
Gunnhildur Hauksdóttir (1972) Rottukórinn 2020, bambus, pappír, sílíkon Stærð breytileg
Gunnhildur Hauksdóttir (1972) Rottukórinn 2020, bambus, pappír, sílíkon Stærð breytileg

Hvernig hljómar hamingjan? Svarið gæti leynst í verkinu Rottukórnum.

Rottukórinn er innsetning unnin upp úr hljóðheimi og félagslífi rotta. Verkið samanstendur af 14 teikningum, 15 mínútna hljóðverki og skúlptúr og er hluti af röð verka þar sem Gunnhildur Hauksdóttir vann með umbreytingu hljóðs og myndar sem urðu til upp úr hugmyndum um gjörning. Efniviður verksins eru hljóð úr rottum sem hljóðrituð voru á tilraunastofu í Lethbridge-háskóla í Kanada þar sem gerðar eru taugasálfræðilegar rannsóknir á rottum. Þessi rannsókn fjallar sérstaklega um það hvernig rottur tjá hamingju. Hljóðin voru tekin upp með þartilgerðum upptökuvélum sem skila af sér ómmyndum því mannseyrað nemur ekki mál rotta. Gunnhildur túlkaði svo ómmyndirnar fyrir mannsraddir með teikningum sem kvennakórinn Hrynjandi söng eftir. Þannig umbreytist hljóð úr rottum yfir í ómmynd, og þaðan yfir í teikningar og skúlptúr

...