Elínborg Halldórsdóttir, Ellý Q, hefur opnað sína þrettándu einkasýningu í Listhúsi Ófeigs. Sýningin ber titilinn Glitz og þar eru til sýnis olíumálverk sem Ellý hefur unnið undanfarin ár
Eitt verka Ellýjar.
Eitt verka Ellýjar.

Elínborg Halldórsdóttir, Ellý Q, hefur opnað sína þrettándu einkasýningu í Listhúsi Ófeigs. Sýningin ber titilinn Glitz og þar eru til sýnis olíumálverk sem Ellý hefur unnið undanfarin ár. Sýningin stendur til 30. september.

„Myndum mínum er rétt lýst sem rómantískum og litríkum sem er auðvitað algjörlega á skjön við það sem ætla mætti af pönkaranum úr Q4U. Mögulega er það vegna þess að ég er í eðli mínu afar lífsglöð og finnst nóg um þessa niðurdrepandi neikvæðni sem tröllríður öllu,“ skrifar Ellý í kynningartexta.

Ellý er einna þekktust fyrir störf sín með hljómsveitinni Q4U en hún hefur í gegnum tíðina unnið ýmis störf í tengslum við myndlist, tónlist og dans. Nú starfar hún sem verkefnastjóri myndlistar í Vinasetrinu.

Sýningin er opnin virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16.