Kænugarður Blinken, Selenskí og Lammy ræddu varnir Úkraínu í gær.
Kænugarður Blinken, Selenskí og Lammy ræddu varnir Úkraínu í gær. — AFP/Mark Schiefelbein

David Lammy og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Bretlands og Bandaríkjanna, hétu því í gær að ríki þeirra myndu vinna saman að því að tryggja Úkraínumönnum sigur í stríði þeirra gegn hinni ólöglegu innrás Rússa.

Ráðherrarnir ferðuðust saman til Kænugarðs í gær og funduðu þar með helstu ráðamönnum, og sagði Blinken að heimsókn þeirra sendi skýr skilaboð um að ríkin tvö væru staðráðin í að tryggja Úkraínu sigur.

Ræddu þeir m.a. við stjórnvöld í Úkraínu um leyfi fyrir Úkraínumenn til þess að beita langdrægum eldflaugum af vestrænni gerð innan landamæra Rússlands, og sagði Blinken að nú væri unnið hratt að því að tryggja að Úkraínumenn hefðu þau vopn sem þeir þyrftu til að verja sig sem best.

Eldflaugamálið verður meðal þess sem forsætisráðherra Breta, Keir Starmer, mun ræða við Joe Biden Bandaríkjaforseta á föstudaginn,

...