Hugsýn í hálfa öld nefnist sýning sem Margrét Jónsdóttir opnar í Grafíksalnum laugardaginn 14. september kl. 14. Í viðburðarkynningu kemur fram að Margréti hafi starfað að list sinni í Frakklandi og Íslandi í hálfa öld
Listmálarinn Margrét Jónsdóttir.
Listmálarinn Margrét Jónsdóttir.

Hugsýn í hálfa öld nefnist sýning sem Margrét Jónsdóttir opnar í Grafíksalnum laugardaginn 14. september kl. 14. Í viðburðarkynningu kemur fram að Margréti hafi starfað að list sinni í Frakklandi og Íslandi í hálfa öld. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Central Saint Martin's College of Art í London og Kennaraháskólann.

„Margrét hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hún var einn af stofnendum Gallerís Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi og einn af stofnendum og í stjórn Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna en eina markmið félagsins var að stofna hagsmunasamtök, sem urðu SÍM. Verk eftir Margréti eru í eigu helstu listasafna landsins. Hún hlaut norræn vatnslitaverðlaun, Winsor & Newton Nordic Watercolor Association Prize, 2023.“ Sýningin stendur til

...