1973 Ekki skal rita z fyrir upprunalegt tannhljóð (d, ð, t) + s, þar sem tannhljóðið er fallið brott í eðlilegum framburði Auglýsing um afnám z
Spurt um z Morgunblaðið spurði nokkur ungmenni um álit þeirra á afnámi setunnar í september 1973.
Spurt um z Morgunblaðið spurði nokkur ungmenni um álit þeirra á afnámi setunnar í september 1973.

Sviðsljós

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Aðalfréttin á baksíðu Morgunblaðsins 5. september 1973 bar fyrirsögnina: Z numin úr ritmáli
Nú hefur stafsetningin breyst en ekki breytzt.

Síðan segir að bókstafurinn z hafi verið afnuminn úr íslenskri stafsetningu en greinilegt er að ritstjórn blaðsins hefur ekki tekið þær reglur til sín og í fréttinni er setan notuð óspart:

„Menntamálaráðuneytið hefur fallizt á tillögur nefndar, sem endurskoða á reglur um stafsetningu og greinarmerkjasetningu þess efnis að „seta“ verði felld niður úr íslenzku ritmáli. Reglur um þetta eru auglýstar í dag og öðlast þegar gildi. „Setan“ hefur verið í gildi frá því í febrúarmánuði 1929,“

...