Mæðurnar Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Ólafsdóttir eiga það sameiginlegt að brenna fyrir málefnum fatlaðra og langveikra barna og fjölskyldna þeirra en þær eru báðar mæður barna með ýmsar greiningar og hafa mikla reynslu heimi foreldra í þessum sporum

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Mæðurnar Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Ólafsdóttir eiga það sameiginlegt að brenna fyrir málefnum fatlaðra og langveikra barna og fjölskyldna þeirra en þær eru báðar mæður barna með ýmsar greiningar og hafa mikla reynslu heimi foreldra í þessum sporum. Það var þessi sameiginlegi áhugi sem ýtti þeim áfram í að byrja með hlaðvarpið 4. vaktina en þar fjalla þær um ýmsa þjónustu, réttindamál, fræða um ýmis heilkenni, sjúkdóma, einhverfu, ADHD og fleira og fá til sín áhugaverða gesti.

„Við vorum að velta fyrir okkur ansi mörgu þegar kom að nafngiftinni á hlaðvarpinu en okkur fannst mest lýsandi að nota 4. vaktin. Nafnið kom til því oft eru foreldrar fatlaðra og langveikra barna undir meira álagi en gengur og gerist. Það hefur verið mikið í umræðunni um vaktirnar þrjár, þar sem

...