Áætlað heildartjón á mannvirkjum í Grindavík gæti numið allt að 16-17 milljörðum króna. Náttúruhamfaratrygging hefur metið tjón á íbúðarhúsum í Grindavík upp á 6,5 milljarða en á eftir að klára mat á tjóni á innviðum eins og veitum, hafnarmannvirkjum og atvinnuhúsnæði
Náttúruhamfarir Tjónið sker sig frá öðrum jarðskjálftatjónum eins og til dæmis Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008 þar sem meira er um altjón.
Náttúruhamfarir Tjónið sker sig frá öðrum jarðskjálftatjónum eins og til dæmis Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008 þar sem meira er um altjón. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Áætlað heildartjón á mannvirkjum í Grindavík gæti numið allt að 16-17 milljörðum króna. Náttúruhamfaratrygging hefur metið tjón á íbúðarhúsum í Grindavík upp á 6,5 milljarða en á eftir að klára mat á tjóni á innviðum eins og veitum, hafnarmannvirkjum og atvinnuhúsnæði.

Þetta kom fram í máli Jóns Örvars Bjarnasonar, sviðsstóra vátryggingasviðs Náttúruhamfaratrygginga, á málþingi um jarðskjálftahættu á Íslandi sem haldið var á vegum Verkfræðingafélags Íslands.

Eftir að klára mat á innviðum

Heildarvirði vátryggðra eigna í Grindavík var metið á rúma 150 milljarða króna þegar hamfarirnar byrjuðu í nóvember. Tjónið sem orðið hefur á íbúðarbyggingum nemur nær 6,9 milljörðum. Stærsti hlutinn, 6,5 milljarðar, er vegna tjóns

...