Fjölskyldan Frá vinstri: Guðjón, Ingibjörg, Magnús Ingi, Stefán, Díana Rán, Gabríel Enzo, Álfheiður, Jóhanna, Guðjón Sabatino og Stefán Haukur.
Fjölskyldan Frá vinstri: Guðjón, Ingibjörg, Magnús Ingi, Stefán, Díana Rán, Gabríel Enzo, Álfheiður, Jóhanna, Guðjón Sabatino og Stefán Haukur.

Ingibjörg Stefánsdóttir er fædd 12. september 1954 á Fæðingarheimilinu í Reykjavík. „Fyrstu vikurnar vorum við mæðgur í Reykjavík á Sólvallagötu 6 hjá þeim hjónum Guðrúnu Markúsdóttur og Magnúsi Björnssyni en mamma hafði verið í vist hjá þeim sem ung stúlka. Ég var skírð í stofunni í Ásbrekku, Gnúpverjahreppi, hjá móðurforeldrum mínum þann 31. október 1954 í höfuðið á báðum ömmum mínum sem hétu Ingveldur og Guðbjörg. Séra Gunnar Jóhannesson í Skarði hafði þá sagt við mömmu þessi fleygu orð: „Ragga mín, ætlið þið að sleppa bæði Guði og valdinu?“ og það gerðu þau og ég var skírð Ingibjörg.“

Ingibjörg ólst upp á Selfossi hjá foreldrum sínum og þremur systkinum. „Ég fór öll sumur til 13 ára aldurs í sveit að Ásbrekku til ömmu og móðurbróður míns Steindórs sem tók við búi eftir andlát Zóphóníasar afa míns 1960. Ég beið óþreyjufull eftir að skóla lyki til þess að komast

...