Atlantshafsbandalagið hleypti fyrr á þessu ári af stokkunum verkefninu Hybrid Space and Submarine Architecture to Ensure Information Security of Telecommunications, sem skammstafað er HEIST, en það snýst um að tryggja þá mikilvægu innviði sem felast í neðansjávarköplunum yfir Atlantshafið
Sæstrengir Fjórir neðansjávarkaplar liggja nú við Ísland, en hér sést kaplaskipið Durable leggja hinn fjórða þeirra, IRIS-strenginn svonefnda sem liggur á milli Íslands og Írlands, en hann var tekinn í notkun í fyrra.
Sæstrengir Fjórir neðansjávarkaplar liggja nú við Ísland, en hér sést kaplaskipið Durable leggja hinn fjórða þeirra, IRIS-strenginn svonefnda sem liggur á milli Íslands og Írlands, en hann var tekinn í notkun í fyrra. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Viðtal

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Atlantshafsbandalagið hleypti fyrr á þessu ári af stokkunum verkefninu Hybrid Space and Submarine Architecture to Ensure Information Security of Telecommunications, sem skammstafað er HEIST, en það snýst um að tryggja þá mikilvægu innviði sem felast í neðansjávarköplunum yfir Atlantshafið.

Stjórnandi HEIST-verkefnisins, dr. Gregory Falco, var staddur hér á landi á dögunum til þess að ræða við íslenska ráðamenn um verkefnið og mikilvægi neðansjávarkaplanna. Falco er prófessor við hinn virta Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og frumkvöðull á sviði netöryggis og hvernig eigi að tryggja það í lofthelgi og geimnum.

Falco er nú að sinna verkefnum á vegum

...