Við veiðar Lagt er til við endurskoðun laga að veiðigjald á uppsjávartegundir hækki úr 33% í 45%. Á móti verði álag á uppsjávarfisk fellt brott.
Við veiðar Lagt er til við endurskoðun laga að veiðigjald á uppsjávartegundir hækki úr 33% í 45%. Á móti verði álag á uppsjávarfisk fellt brott. — Morgunblaðið/Börkur Kjartansson

Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi næsta árs að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 14.260 milljónir króna á árinu 2025. Matvælaráðuneytið leiðir um þessar mundir endurskoðun á lögunum um veiðigjald. Rangt var farið með í frétt í blaðinu í gær um þessa endurskoðun og tekjur af veiðigjaldi að gjaldið skili tveimur milljörðum á næsta ári. Hið rétta er að gert er ráð fyrir því að breytingar vegna endurskoðunar laganna muni skila um tveimur milljörðum í auknum tekjum í ríkissjóð á árinu 2025.

Af þeim heildartekjum af veiðigjaldi sem gert er ráð fyrir að skili

...