Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur ákveðið að vísa máli gegn Íslandi til EFTA-dóm­stóls­ins þar sem Ísland hef­ur ekki inn­leitt fjór­ar reglu­gerðir á sviði fjár­málaþjón­ustu í lands­rétt. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ESA, en þar…

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur ákveðið að vísa máli gegn Íslandi til EFTA-dóm­stóls­ins þar sem Ísland hef­ur ekki inn­leitt fjór­ar reglu­gerðir á sviði fjár­málaþjón­ustu í lands­rétt. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ESA, en þar seg­ir að Íslandi hafi borið að inn­leiða þess­ar fjór­ar reglu­gerðir í lands­lög fyr­ir mars 2023.

„Hlut­verk ESA er að tryggja að sam­keppn­is­skil­yrði í fjár­málaþjón­ustu séu sam­bæri­leg á öllu EES-svæðinu. ESA sendi form­legt áminn­ing­ar­bréf hvað varðar reglu­gerðirn­ar til Íslands í maí 2023 og rök­stutt álit í fe­brú­ar 2024, sem var fylgt eft­ir með óform­leg­um sam­skipt­um. ESA hef­ur ekki fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar sem gefa til kynna að reglu­gerðirn­ar hafi verið leidd­ar í lands­rétt,“ seg­ir í til­kynn­ing­u.

EES-gerðirn­ar sem um ræðir ná yfir mis­mun­andi þætti fjár­málaþjón­ustu, þar á meðal áhættu­stýr­ing­ar­ferli, skrán­ingu viðskipta­skrár, stöðustofn­un­ar­skyld­ur og af­leiður.