Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við fyrstu hugmyndir um uppbyggingu íbúða á bensínstöðvarlóðinni Suðurfelli 4 í Efra-Breiðholti. Fasteignafélagið Kaldalón keypti lóðina við Suðurfell af Skeljungi (nú Skel) ásamt fleiri bensínstöðvarlóðum
Suðurfell Fyrstu hugmyndir að útliti húsanna sem rísa eiga á bensínstöðvarlóðinni. Þær munu væntanlega breytast.
Suðurfell Fyrstu hugmyndir að útliti húsanna sem rísa eiga á bensínstöðvarlóðinni. Þær munu væntanlega breytast. — Tölvumynd/Batteríið arkitektar

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við fyrstu hugmyndir um uppbyggingu íbúða á bensínstöðvarlóðinni Suðurfelli 4 í Efra-Breiðholti.

Fasteignafélagið Kaldalón keypti lóðina við Suðurfell af Skeljungi (nú Skel) ásamt fleiri bensínstöðvarlóðum. Tók Kaldalón yfir samninga Skeljungs við Reykjavíkurborg.

Á þessum lóðum, sem eru víðs vegar um borgina, stendur til að reisa íbúðarbyggð. Verður bensínstöðin við Suðurfell lögð niður í núverandi mynd og í hennar stað kemur sjálfsafgreiðslustöð á jaðri lóðarinnar.

Upppbygging er hafin eða áformuð á fjölda bensínlóða í borginni. Sem kunnugt er gerði Reykjavíkurborg samkomulag við olíufélögin árið 2021 um að fjarlægja bensínstöðvar á

...