Andlátsfréttir eru stundum ótímabærar, þ.e. þegar ekki er komið að andláti þess er um ræðir. Eitt og annað er að deyja eða löngu dáið og þar á meðal íslenskan. Reglulega er kveinað yfir því að íslenskan sé dauð og það sé enskunni að kenna
Steinselja Eldra fólk kallar hana persille.
Steinselja Eldra fólk kallar hana persille. — Morgunblaðið/Ómar

Helgi Snær Sigurðsson

Andlátsfréttir eru stundum ótímabærar, þ.e. þegar ekki er komið að andláti þess er um ræðir. Eitt og annað er að deyja eða löngu dáið og þar á meðal íslenskan. Reglulega er kveinað yfir því að íslenskan sé dauð og það sé enskunni að kenna. Og auðvitað þá um leið unga fólkinu sem vilji ekki tala íslensku. Það er alltaf hentugt að kenna unga fólkinu um allt sem aflaga fer.

Áhyggjur af íslenskunni eru þó eðlilegar, þær eru ekki nýjar af nálinni. Táningar slettu líka í gamla daga, oftar á dönsku en ensku, og margir eru enn í dönskuslettunum, komnir á eftirlaunaaldur. Það er bara skemmtilegt að hlusta á eldra fólk sletta dönskunni, segja t.d. „persille“ í stað þess að segja „steinselja“. Öllu verra þykir unga fólkið sem heldur uppi löngum samræðum á ensku og talar um að „djoína partí“ í stað þess að slást í hópinn. Gamlir karlar eins og

...