Tjarnarbíó Líkaminn er skál ★★★½· Eftir Helgu Arnalds og Matteo Fargion. Meðhöfundar: Eva Signý Berger og Valgerður Rúnarsdóttir. Leikstjórn og kóreógrafía: Matteo Fargion og Helga Arnalds. Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger og Helga Arnalds. Myndbönd: Helga Arnalds og Eva Signý Berger. Texti: Helga Arnalds, Valgerður Rúnarsdóttir og Eva Signý Berger. Tónlist: Matteo Fargion. Sönglög: Francesca Fargion. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Flytjendur: Helga Arnalds og Valgerður Rúnarsdóttir. Leikhópurinn 10 fingur frumsýndi í Tjarnarbíói fimmtudaginn 5. september 2024.
Andspænis „Viðfangsefni Líkaminn er skál er þungt. Þyngd efnisins nær þó ekki almennilega í gegn, til þess er verkið of ljúft,“ segir í rýni.
Andspænis „Viðfangsefni Líkaminn er skál er þungt. Þyngd efnisins nær þó ekki almennilega í gegn, til þess er verkið of ljúft,“ segir í rýni. — Ljósmynd/Owen Fiene

Dans

Sesselja G.

Magnúsdóttir

Fyrsta frumsýning vetrarins í Tjarnarbíói í ár var sýningin Líkaminn er skál, dansverk með leir, eftir Helgu Arnalds og Matteo Fargion. Helga er leikhúsfólki hér á landi vel kunn. Leikhópurinn hennar, 10 fingur, sem er núna á sínu þrítugasta leikári, hefur sett upp sýningar eins og Lífið (þar sem unnið var með mold), Stúlkan sem stöðvaði heiminn (plast) og Skrímslið litla systir (pappír) sem allar hafa hlotið verðskuldaða athygli. Mörg verkanna hafa verið fyrir börn en núna eru það fullorðnir sem sköpunin talar til.

Í verkum leikhópsins hefur áhersla verið á samspil myndlistar og leiklistar; ólíkur

...