Harpa Wagner-veisla – Upphafstónleikar Forleikir ★★★★· Sungnir þættir ★★★★★ Tónlist og texti: Richard Wagner úr óperunum Hollendingnum fljúgandi, Tannhäuser, Meistarasöngvurunum frá Nürnberg og Valkyrjunni. Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Eva Ollikainen. Upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg starfsárið 2024-2025 fimmtudaginn 5. september 2024.
Stjarna „Þetta voru hinir glæsilegustu tónleikar og fullir af bæði hlýju og geislum sem stöfuðu á tónleikagesti,“ segir um Wagner-veislu Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Ólafur Kjartan Sigurðarson söng einsöng.
Stjarna „Þetta voru hinir glæsilegustu tónleikar og fullir af bæði hlýju og geislum sem stöfuðu á tónleikagesti,“ segir um Wagner-veislu Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Ólafur Kjartan Sigurðarson söng einsöng. — Morgunblaðið/Eggert

Tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Það ríkti mikil eftirvænting í Hörpu á upphafstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á komandi starfsári. Wagner var á efnisskránni og það var staðarlistamaður hljómsveitarinnar, barítónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem steig á svið. Hann hefur öðlast heimsfrægð sem Wagnersöngvari allar götur frá því að þreyta frumraun sína í Bayreuth sumarið 2021. Þar hefur hann nú þegar sungið alls fimmtíu sýningar í hlutverkum á borð við Alberich (Niflungahringurinn), Biterolf (Tannhäuser) og Kurwenal (Tristan og Isolde). Á næsta ári fer hann að auki með hlutverk Telramunds í Lohengrin sem enginn annar en Christian Thielemann mun stjórna. Ólafur Kjartan hefur enn fremur í kjölfarið komið fram bæði á Scala (Mílanó) og Covent

...