Útgáfa á nýrri spennusögu Ragnars Jónassonar hefur vakið athygli í bókmenntaheiminum vestanhafs ef marka má umfjöllun Los Angeles Times. Blaðið tók út þrjátíu bækur sem gagnrýnendurnir eru spenntir fyrir þetta haustið og er Hvítidauði eftir Ragnar…
Annir Ragnar Jónasson rithöfundur er með mörg járn í eldinum.
Annir Ragnar Jónasson rithöfundur er með mörg járn í eldinum. — Morgunblaðið/Eggert

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Útgáfa á nýrri spennusögu Ragnars Jónassonar hefur vakið athygli í bókmenntaheiminum vestanhafs ef marka má umfjöllun Los Angeles Times. Blaðið tók út þrjátíu bækur sem gagnrýnendurnir eru spenntir fyrir þetta haustið og er Hvítidauði eftir Ragnar ein af þeim skáldsögum sem mest er beðið eftir. „Reynsla Ragnars Jónassonar sem leiðandi glæpasagnahöfundar Íslands og þýðanda Agöthu Christie gæðir þessa sjálfstæðu ráðgátu lífi en hún tengist á heillandi hátt metsöluþríleik hans um Huldu Hermannsdóttur,“ segir í umfjöllun blaðsins um Hvítadauða sem nefnist Death at the Sanatorium upp á ensku. Ragnar er í góðum hópi höfunda í umfjöllun blaðsins því þar er að finna nýjar bækur eftir Sally Rooney, Michael Connelly og Önnu Moschovakis svo fáeinir séu nefndir.

Nýir þættir frumsýndir

...