Umfang og notkun ólöglegrar sjónvarpsþjónustu hér á landi er mikið áhyggjuefni að mati rétthafa. Ný könnun sem gerð var í vor sýnir að ríflega 30% landsmanna hlaða niður eða streyma sjónvarpsefni með ólöglegum hætti

Sviðsljós

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Umfang og notkun ólöglegrar sjónvarpsþjónustu hér á landi er mikið áhyggjuefni að mati rétthafa. Ný könnun sem gerð var í vor sýnir að ríflega 30% landsmanna hlaða niður eða streyma sjónvarpsefni með ólöglegum hætti. Hlutfall notenda er hæst meðal ungs fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um ólöglega dreifingu sjónvarpsefnis sem Sýn hélt í síðustu viku.

Fjöldi erlendra sérfræðinga tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni en aðalræðumaður var Michael Lund, öryggisstjóri hjá Nordic Content Protection (NCP) sem eru félagasamtök sem starfa fyrir sjónvarpsiðnaðinn á Norðurlöndunum. Auk hans tóku til máls Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar og Kristjana Thors Brynjólfsdóttir þróunarstjóri fyrirtækisins. Herdís lagði á það áherslu í máli sínu að þjófnaður á sjónvarpsefni væri samfélagslegt

...