Þórdís er 29 ára gömul tveggja barna móðir og gerðist grænkeri (vegan) árið 2016. „Ég hef aldrei litið til baka og held úti uppskriftasíðunni sem ber heitið Grænkerar þar sem ég birti heilsusamlegar og grænar uppskriftir,“ segir Þórdís…
Ómótstæðilegur Haustpottrétturinn er hinn girnilegasti en í honum eru sæt kartafla, blómkál og kjúklingabaunir í rjómakenndri kókos-tómatsósu.
Ómótstæðilegur Haustpottrétturinn er hinn girnilegasti en í honum eru sæt kartafla, blómkál og kjúklingabaunir í rjómakenndri kókos-tómatsósu. — Ljósmynd/Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Þórdís er 29 ára gömul tveggja barna móðir og gerðist grænkeri (vegan) árið 2016. „Ég hef aldrei litið til baka og held úti uppskriftasíðunni sem ber heitið Grænkerar þar sem ég birti heilsusamlegar og grænar uppskriftir,“ segir Þórdís og bætir við að líðan hennar sé miklu betri eftir að hún breytti mataræðinu.

Nú þegar allt er komið í fastar skorður eftir sumarfrí og haustrútína komin í gang líður Þórdísi mjög vel.

„Þrátt fyrir að vera klemmt milli bestu tíma ársins, sumarsins og jólanna, þá blómstra ég á haustin. Ég hef alltaf elskað að komast aftur í rútínu eftir sumarið og fundið hvernig ég þrái að koma skipulagi á hina ýmsu þætti lífsins. Ég man vel eftir mér sem barni í hverri einustu haustbyrjun að hvolfa úr öllum

...