Kílómetragjald á að sporna við tekjufalli og kemur loftslagsmálum ekki við

Í fjárlögum næsta árs er margt óljóst og óútfært. Gott dæmi um það er stuttur kafli, sem ber yfirskriftina Minni samfélagslosun og sanngjarnari. Þar segir að ríkisstjórnin setji umhverfis- og loftslagsmál á oddinn. Síðan segir að „[s]íðara skref við innleiðingu nýs, einfaldara og sanngjarnara gjaldtökukerfis af ökutækjum og eldsneyti verð[i] innleitt um áramótin“.

Fyrra skrefið var álagning kílómetragjalds á rafmagns-, tengiltvinn- og vetnisbíla í upphafi þessa árs. Í fjárlögunum segir að við álagningu slíks gjalds á allar bifreiðar verði sértæk vörugjöld á bensín og olíu felld niður. Það var ljóst að rafbílavæðingin hafði vakið hroll í fjármálaráðuneytinu. Hún ásamt sparneytnari bensín- og dísilbílum hafði orðið til þess að tekjur ríkisins af eldsneytisgjöldum drógust saman og það er vitaskuld ótækt.

Kílómetragjaldið átti að

...