Markahæstur Sveinn Jóhannsson var markahæstur Íslendinganna þriggja hjá Kolstad en línumaðurinn skoraði þrjú mörk gegn stórliði Barcelona.
Markahæstur Sveinn Jóhannsson var markahæstur Íslendinganna þriggja hjá Kolstad en línumaðurinn skoraði þrjú mörk gegn stórliði Barcelona. — Ljósmynd/Jon Forberg

Barcelona hafði betur gegn Kolstad á útivelli, 35:30, í fyrsta leik liðanna í B-riðli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gærkvöldi.

Barcelona var með nokkra yfirburði í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 20:13. Kolstad byrjaði seinni hálfleikinn á að minnka muninn í fjögur mörk, 22:18.

Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður munaði tveimur mörkum á liðunum, 25:23. Barcelona reyndist hins vegar ögn sterkara á lokakaflanum.

Sveinn Jóhannsson var markahæstur Íslendinganna þriggja hjá Kolstad með þrjú mörk en hann var að leika sinn fyrsta leik í keppninni eftir komuna frá þýska liðinu Minden í sumar.

Benedikt Gunnar Óskarsson var einnig að leika sinn fyrsta leik í keppninni,

...