Kosningavetur Ingibjörg Isaksen og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Kosningavetur Ingibjörg Isaksen og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. — Morgunblaðið/Hallur

Útlit er fyrir fjörugt þing fram undan, eins og títt er í lok kjörtímabils, en ekki þó síður þar sem ágreiningur er um mörg mál, ekki aðeins milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu, heldur einnig milli stjórnarflokka og um sum mál ríkir ekki einu sinni eining innan einstakra stjórnarflokka.

Þetta kemur fram í máli Ingibjargar Isaksen þingflokksformanns Framsóknar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins í Dagmálum, netstreymi Morgunblaðsins, sem opið er öllum áskrifendum.

Þau ræddu þar verkefnin sem bíða þings og ríkisstjórnar, að miklu leyti út frá þeirri þingmálaskrá, sem ríkisstjórnin hefur birt yfir helstu frumvörp og önnur þingmál hvers ráðherra.

Mörg mál töldu þau raunar að myndu renna greiðlega í gegn, sum með stuðningi stjórnarandstöðu, en önnur síður. Boðuð frumvörp

...