Jarðhitinn styður með beinum hætti við allar stoðir sjálfbærni. Hún er náttúrunni hagfelld, eflir gæði samfélaga og er efnahagslega hagkvæm.
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Guðlaugur Þór Þórðarson

Heita vatnið hefur verið gull okkar Íslendinga undanfarna öld og við nýtum það hvort tveggja til húshitunar og raforkuframleiðslu. Við höfum byggt okkar lífsgæði á grænni orku og sérþekking okkar í jarðhita er okkar einkennismerki um allan heim. Þrátt fyrir þessa sérstöðu höfum við sýnt lítinn metnað undanfarin ár til þess að viðhalda veitum til húshitunar sem byggðar voru upp um allt land á síðustu öld.

Skýrar niðurstöður ÍSOR

Í fyrra skilaði ÍSOR skýrslu um stöðu hitaveitna á landinu. Niðurstöðurnar voru óyggjandi á þann veg að 2/3 hluti hitaveitna landsins sjá fram á veruleg vandræði á komandi árum við að viðhalda eðlilegri starfsemi og munu ekki ná að anna aukinni eftirspurn. Þá blasa við áskoranir vegna álags á innviði á Suðurnesjum vegna jarðhræringa sem hafa áhrif á hitaveitu á svæðinu.

...