Það er með öllu óviðunandi að börn þurfi að bíða jafn lengi eftir þjónustu og raun ber vitni. Þetta er mat umboðsmanns barna, Salvarar Nordal, sem segir að löng bið eftir þjónustu við börn hafi verið viðvarandi vandamál til margra ára.

Til að varpa ljósi á stöðuna hefur umboðsmaður staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum. Þúsundir barna eru á biðlistum þeirra stofnana sem umboðsmaður fylgist með, og í mörgum tilvikum getur verið um sömu börnin að ræða.

34 mánaða bið eftir greiningu á einhverfu

Eftirtaldir aðilar eru Barna- og fjölskyldustofa (áður Barnaverndarstofa), Barnahús, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Geðheilsumiðstöð barna (áður Þroska- og hegðunarstöð), Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild Landspítala

...