Búrfellslundur Virkjunarleyfi fyrir Búrfellslundi var kært.
Búrfellslundur Virkjunarleyfi fyrir Búrfellslundi var kært. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Forstjóri Landsvirkjunar segir að ágreiningur um Búrfellslund snúist fyrst og fremst um tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og vísar þar til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hefur kært virkjunarleyfi fyrir Búrfellslundi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Verið sé að leita leiða til að skapa sér stöðu. „Sveitarfélagið vildi fá greiðslu sem við gátum ekki orðið við, en það hefur að mínu mati leitt til þessarar kæru,“ segir hann. » 2