Guðríður Sigurðardóttir (Didda) fæddist á Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1935. Hún lést 4. september 2024 á heimili sínu á Akranesi.

Hún bjó á Stóru-Giljá með foreldrum sínum, Sigurði Laxdal Jónssyni, f. 25. apríl 1907, d. 10. nóvember 1940, og Klöru Bjarnadóttur, f. 11. ágúst 1911, d. 20. janúar 1996. Hún missti pabba sinn á sjötta aldursári og var það henni mikill missir. Um átta ára aldur fór hún í fóstur til Jóns Pálmasonar og konu hans á Akri. Móðir hennar giftist aftur Sigurjóni Jónassyni. Systkini Guðríðar voru fimm, Bjarni Ragnar, f. 14. janúar 1934, d. 4. nóvember 1954, Þorsteinn Helgi, f. 15. júlí 1937, d. 1. maí 2022, Gígja Sigríður, f. 29. apríl 1941, d. 17. september 2017, Jónas, f. 5. apríl 1945, Hávarður, f. 17. júlí 1948.

Guðríður flutti að Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal í júní 1961 til Einars Emils Torfasonar, f.

...