— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Samkvæmt fréttariti Kviku banka fyrir september er líklegt að allt að 115 milljarðar muni leita inn á íslenska hlutabréfamarkaðinn á næstu mánuðum.

Talan er fengin þannig að hluthafar Marels munu að líkindum fá um 100 milljarða í kjölfar sölunnar á félaginu til JBT. Óvíst er reyndar með endanlega upphæð, þar sem tilboð JBT er valkvætt með möguleika á skiptingu á bréfum og reiðufé. Um helmingur fer til íslensku lífeyrissjóðanna. Líklegt þykir að lífeyrissjóðirnir selji á endanum bréf í sameinuðu félagi þó að þeir taki hluta í slíkri skiptingu.

Önnur stór sala er sala Kviku á TM. Líklegt er að helmingur af kaupverðinu, eða um 15 milljarðar, verði greiddur út beint til hluthafa.

Þetta eru að stórum hluta tilfærslur þar sem eitt skráð félag er tekið út af markaði og óvíst með

...