Það er mjög sérstakt að Ríkisútvarpið sýni ekki beint frá allri athöfninni við þingsetningu, enda er guðsþjónustan heilög stund og virðuleg.
Jón Oddgeir Guðmundsson
Jón Oddgeir Guðmundsson

Jón Oddgeir Guðmundsson

Það vakti athygli mína við þingsetningu 10. september sl. að enn og aftur var einungis bein sjónvarpsútsending frá dagskrá í þingsal en ekki frá guðsþjónustu í Dómkirkjunni á undan sem aðeins var útvarpað á Rás 1. Við embættistöku nýs forseta Íslands 1. ágúst sl. var aftur á móti bein útsending í sjónvarpi bæði frá guðsþjónustunni og athöfn í þingsal.

Það er óneitanlega mjög sérstakt að Ríkisútvarpið sýni ekki beint frá allri athöfninni við þingsetningu, enda er guðsþjónustan heilög stund og virðuleg. Það er afar viðeigandi að öll dagskráin sé gerð aðgengileg fyrir sjónvarpsáhorfendur rétt eins og þá sem hlusta á í útvarpi.

Því er rétt að spyrja á þessum vettvangi, og vonast eftir svari, þá sem málið varðar; útvarpsstjóra, forseta Alþingis eða skrifstofustjóra Alþingis, hvort

...